Ferill 647. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1712  —  647. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.) og breytingartillögu á þingskjali 1574.

Frá minni hluta atvinnuveganefndar (AFE, JÞÓ).


     1.      Við 2. tölul. brtt. á þskj. 1574.
                  a.      Við 2. málsl. efnismálsgreinar bætist: utan áhættumats erfðablöndunar.
                  b.      3. málsl. efnismálsgreinar falli brott.
     2.      Í stað 1. efnismgr. 3. gr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Ráðherra ákveður skiptingu fjarða eða hafsvæða í eldissvæði að fenginni tillögu Hafrannsóknastofnunar. Við gerð tillögu skal Hafrannsóknastofnun miða við burðarþol og bestu heildarnýtingu mögulegra eldissvæða að höfðu samráði við Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og svæðisráð viðkomandi svæðis. Áður en ráðherra staðfestir tillögu Hafrannsóknastofnunar skal hún kynnt með áberandi hætti og veittur þriggja vikna frestur til að skila inn athugasemdum.
                  Óheimilt er að heimila nýtingu Jökulfjarða í Ísafjarðardjúpi undir fiskeldi.
     3.      Á eftir 1. málsl. 2. efnismgr. 11. gr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt skal í rekstrarleyfi kveðið á um hámark heimilaðs lífmassa í hverri kví.
     4.      Í stað orðanna „Hafrannsóknastofnun getur, ein eða í samvinnu við aðra“ í 1. efnismgr. a-liðar 17. gr. (19. gr. a) komi: Hafrannsóknastofnun og íslenskar háskólastofnanir geta, einar eða í samvinnu við aðra.
     5.      Í stað orðanna „20 SDR“ í 1. efnismálsl. a-liðar 19. gr. komi: 25 SDR.
     6.      Við 23. gr.
                  a.      B-liður (II.) orðist svo:
                     Umsóknir um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi á svæðum sem hafa verið metin til burðarþols halda gildi sínu hafi Matvælastofnun staðfest móttöku umsóknar fyrir 5. mars 2019, þrátt fyrir að umsóknin teljist ekki fullnægjandi skv. 8. gr. laga þessara. Slíkum umsóknum skal ekki úthlutað skv. 4. gr. a heldur skulu þær teknar til meðferðar í þeirri röð sem þær berast Matvælastofnun. Að öðru leyti gilda ákvæði laganna um þessar umsóknir og rekstrarleyfi útgefin samkvæmt þeim.
                     Umsóknir um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi á svæðum sem hafa verið metin til burðarþols og Matvælastofnun móttekið eftir 5. mars 2019, falla úr gildi.
                  b.      Við bætist tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
                   f. (VI.)
                         Ráðherra skal skipa nefnd þriggja óvilhallra vísindamanna á sviði fiskifræði, stofnerfðafræði og/eða vistfræði til að rýna aðferðafræði sem Hafrannsóknastofnun notar við mat á burðarþoli og við gerð áhættumats. Skal nefndin skila áliti sínu og tillögum fyrir 1. maí 2020 til ráðherra. Ráðherra skal í kjölfarið skila Alþingi skýrslu um niðurstöður nefndarinnar og viðbrögð við þeim.
                   g. (VII.)
                         Ráðherra skal setja fram aðgerðaáætlun um hvernig unnið verði að því að íslenskt fiskeldi verði laust við lús fyrir árið 2025. Ráðherra skal kynna aðgerðaáætlun skv. 1. málsl. eigi síðar en 1. janúar 2020.